COVID-19

Image
Covid-19

Okkar viðbrögð við COVID-19

Sem ábyrgur ferðaþjónustuaðilli er öryggi farþega og áhafnar okkar alltaf í fyrsta sæti. Við fylgjum því ávallt leiðbeiningum og tilmælum yfirvalda er varðar þrif, persónulegt hreinlælti og smitvarnnir á öllum okkar starfsstöðvum.

Hreinlæti og öryggi um borð

Farþegar sem og áhöfn eru beðin um að huga að eigin hreinlæti að öllum stundum með því að þvo hendur reglulega og nota handspritt. Notkun gríma er valkvæð.

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi sóttvarnir um borð.

Hreint & Öruggt verkefnið

Elding tekur þátt í verkefninu hreint & öruggt sem er sett upp af Ferðamálastofu og ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum að taka á ábyrgan þátt á móti viðskiptavinum sínum þannig að þeir upplifi sig örugga um leið og þeir skapa góðar minningar.

Verkefnið hefur verið samþykkt af heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna og World Travel and Tourism Council.

COVID-19 á Íslandi

Frá 25. febrúar 2022 hefur öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs COVID-19 verið aflétt, jafnt innanlands og á landamærum.

 

 

Upplýsingar síðast uppfærðar: 9/3/22