COVID-19

Image
Covid-19

Okkar viðbrögð við COVID-19

Sem ábyrgur ferðaþjónustuaðilli er öryggi farþega og áhafnar okkar alltaf í fyrsta sæti. Við fylgjum því ávallt leiðbeiningum og tilmælum yfirvalda er varðar þrif, persónulegt hreinlælti og smitvarnnir á öllum okkar starfsstöðvum.

Hreinlæti og öryggi um borð

Farþegar sem og áhöfn eru beðin um að huga að eigin hreinlæti og öryggi að öllum stundum með því að þvo hendur reglulega og nota handspritt. 

Engin grímuskylda er um borð, en við mælum þó með því að þær séu notaðar þegar nálægt við aðra er óumflýjanleg. Þetta er til þess að tryggja eigið öryggi sem og annarra farþega og áhafnar.

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi sóttvarnir um borð.

Hreint & Öruggt verkefnið

Elding tekur þátt í verkefninu hreint & öruggt sem er sett upp af Ferðamálastofu og ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum að taka á ábyrgan þátt á móti viðskiptavinum sínum þannig að þeir upplifi sig örugga um leið og þeir skapa góðar minningar.

Verkefnið hefur verið samþykkt af heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna og World Travel and Tourism Council.

COVID-19 á Íslandi

Sjá meira hér.

"Hámarksfjöldi fólks í sama rými er 200 með ákveðnum takmörkunum, bæði í opinberu rými og í einkarými, úti og inniFrá 3. september gildir einnig að: Heimilt er að hafa allt að 500 manns í rými á viðburðum að uppfylltum viðbótarskilyrðum, þ.á m. neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi.

Fjöldatakmörkun tekur ekki til barna sem fædd eru 2016 eða síðar. Fjöldatakmörkunin gildir ekki um almenningsamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug, farþegaferjur og störf viðbragðsaðila (s.s. lögreglu, slökkviliðs, hjálparliðs almannavarna og heilbrigðisstarfsfólks). Einnig gildir hún ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis, þjóðaröryggisráðs eða þegar dómstólar fara með dómsvald sitt."

"Andlitsgrímur skal nota þar sem ekki er unnt að tryggja 1 metra nálægðarmörk svo sem í heilbrigðisþjónustu, verslunum, söfnum, innanlandsflugi og ferjum, almenningssamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum, í verklegu ökunámi og flugnámi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og annarri sambærilegri starfsemi. Andlitsgríma skal hylja nef og munn."

 

Upplýsingar síðast uppfærðar þan 26. ágúst 2021