Rannsóknir

Rannsóknir - til þess að skilja vistkerfi sjávarins betur

Við tökum þátt í rannsóknum á sjávarspendýrum og bjóðum sjávarlíffræðingum og vísindamönnum velkomin um borð. Við notum aðallega ljósmyndir til að auðkenna hvali með því að bera saman ugga, ör og/eða sporð dýranna til þess að:

  • þekkja einstaklinga í sundur
  • sjá hvert dýrin ferðast
  • athuga hvaða aðra einstaklinga dýrin eru líkleg til að umkringjast
  • kanna hvort þau heimsækja sömu svæðin aftur
  • meta aldur og fjölda dýra í stofni

Á einni mynd er að finna fjöldan allan af upplýsingum.

Þetta er það sem við gerum

Við tökum myndir af örum, klórum eða öðru sem augljóslega aðgreinir dýrin frá hvort öðru; svo sem mynstur undir sporðunum, mislitun á líkama, tannaför osfrv. Ef þú átt myndir af hvölum / höfrungum og vilt hjálpa rannsóknarteyminu okkar, vinsamlegast sendu myndirnar þínar til okkar. Myndirnanr þurfa að vera í góðum gæðum, skarpar og helst í nærmynd.

Til þess að fá frekari upplýsingar um rannsóknarstörf okkar, vinsamlegast skoðið: www.eldingresearch.com

 

Hér eru nokkrir hvalir sem við sjáum oft!

NAFN TÍMABIL SÍÐAN ÁRIÐ
Donut Apríl-Ágúst 2007
Peanut Apríl-Ágúst 2007
Midi Febrúar-September 2008
Resight Guy Maí-September 2008
Humpie Maí-September 2011
Gills Ágúst-September 2012
Oreo Apríl-Ágúst 2012
Tattoo Júní-September 2016
Þröstur Júí-Ágúst 2015