Fífill (Hvalasetrið)

Kaffitería, Minjagripaverslun og Náttúrulífssafn

Hvalaskoðunarsafn og gestamóttaka Eldingar er um borð í bátnum Fífli sem er gamalt fiskiskip en er núna landfast við gömlu höfnina. Þar geta gestir komist á frítt net, sest niður með kaffibolla eða léttan bita frá kaffiteríunni um borð. Einnig geta gestir skoðað minjagripaverslunina eða farið fyrir neðan sjávarmál og skoðað náttúrulífssafnið okkar.

Sýningin ferðast með þig inní heim sjávarlífsins. Þar getur þú fundið hvalabeinagrindur, hvalaskíði og hvalatennur ásamt öðrum hlutum og fjölda annarra áhugaverðra upplýsinga um hvern hlut. Djúpt inn í skipsskrokknum er svo kvikmyndaherbergi þar sem þú getur notið sýningu um hvali og hvalveiðar á Íslandi.

Minjagripaverslunin okkar býður upp á fjölbreytt úrval af endurnýtalegum hlutum, handgerðu skarti, hlýjum fötum og tískuvörum. Klassískir minjagripir svo sem skeiðar, póstkort og seglar eru líka fáanlegir í miklu úrvali. Fífill er opinn frá 8:00-16:00 á sumrin og 1 klst. fyrir brottfarir á veturna. Aðgangseyri er ókeypis fyrir alla!

Skoðaðu Fífil í sýndarveruleika.

 

SAGA

Fífill GK-54 var byggður í Noregi árið 1967 og fluttur til Hafnafjarðar þann 5. júlí sama ár. Hann hafði 347GT og 900 hestafla Wichmann vél. Skipið var stækkað árið 1974 og hafði því 331GT. Frá árinu 1979 var skipinu breytt í 1350 hestafla Wichmann vél.

Fífill var einu sinni loðnu veiði skip og var upprunalega nefndur Fífill GK54 og var í eigu Einars Þorgilssonar og Co í Hafnarfirði, síðan breyttist nafnið í Faxi RE241 árið 1990 þegar skipið var keypt af Faxamjöl hf. í Reykjavík. Árið 2001 keypti Þorgeir Jóhannsson bátinn og notaði sem flutningaskip fyrir lageldi og nefndi hann Faxi IIRE. Skipið var svo keypt af Hvalaskoðun Reykjavík árið 2003 þar sem það fékk aftur sitt upprunalega nafn og því var breytt í landfast hvalaskoðunarsafn, gestamóttöku, kaffiteríu og minjagripaverslun. Síðar var það keypt af Eldingu þegar fyrirtækin sameinuðust.