Hvalir (Cetacean)

Image
whales of faxaflói bay

Hvalir við Ísland

Eins og er, er vitað um allt að 85 mismunandi tegundir hvala, höfrunga og hnísa í heiminum. Þessar tegundir telja allt frá stærstu dýrum jarðar frá upphafi til þeirra minnstu. Þær er að finna í öllum heimsins höfum og jafnvel í sumum ám. Hver sá sem hefur farið í hvalaskoðun og séð þessar mögnuðu verur í návígi, getur sagt þér að það sé upplifun sem gleymist seint og tilfinningin sem maður fær við upplifunina er nánast ólýsanleg.

 

Hvalaskoðunar tímabil

Vitað er um samanlagt 23 tegundir hvala, höfrunga og hnísa sem halda sig að öllu jafnan við Íslandsstrendur. Næringarríkur sjórinn okkar býður lífríki hafsins upp á framúrskarandi fæðu og laðar að sér hinar ýmsu tegundir allt árið um kring. Sumarið er eflaust besti tíminn til þess að sjá sem mest líf úti á sjó, en þrátt fyrir það eru vetrarferðinar okkar ekkert síðri. Margir hvalir sem hefðu annars ferðast suður á bóginn á veturna fresta för sinni og er því hægt að sjá hvali, höfrunga og hnísur frá Reykjavík hvenær sem er árs.