Elding er ferðaþjónustufyrirtæki á sviði sjóafþreyingar og hefur verið leiðandi í umhverfis og sjálfbærnismálum í ferðaþjónustu í áraraðir. Við notum þjú mismunandi vottunarkerfi sem öll bjóða upp á frábær tól og tæki sem hjálpar okkur að ná markmiðum í umhverfismálum.
Við höfum fengið allskonar viðurkenningar, bæði innan- og utanlands fyrir frábær störf á umhverfissviði. Elding hefur fengið viðurkenningar frá Ferðamálastofu, Faxaflóahöfnum, Sendiráði umhverfis- og auðlindamála og var síðast árið 2019 tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.
Það er markmið okkar að minnka umhverfisáhrif sem starfsemi okkar kann að hafa á sama tíma og við bjóðum farþegum og viðskiptavinum upp á ógleymanlegar ferðir um íslenskan sjó.
Lestu meira um ábyrga ferðaþjónustu hér.