Athugið:

Vegna framkvæmda á landgangi í Viðey hefur öllum brottförum verið aflýst. Siglingar hefjast aftur þegar framkvæmdum lýkur!

Warning

Um okkur

Upprunalega hvalaskoðunar fyrirtækið í Reykjavík

Við erum stolt af því að vera upprunalega hvalaskoðunarfyrirtækið sem gerir út frá Reykjavík. Elding er fjölskyldufyrirtæki sem kviknaði frá persónulegum áhuga á náttúru, dýralífi, bátum og fólki. Hvalaskoðun er fullkomin leið til að tengja þessa þætti saman og á sama tíma gefum heimamönnum og ferðafólki tækifæri til að upplifa og líta sjávarspendýr Íslands augum í þeirra náttúrulega umhverfi.

Fyrirtækið var stofnað árið 2000 og síðan þá hefur þjónusta okkar og ferðir breyst heilmikið; eða frá því að vera árstíðarbundnar og einungis siglt á sumrin yfir í daglegar siglingar allt árið um kring og það margar ólíkar ferðir - en hvalaskoðun er nú eitt af þremur vinsælustu afþreyingum fyrir ferðamenn á Íslandi.

Áralöng reynsla og ferðir allt árið

Elding er stærsta hvalaskoðunarfyrirtæki landsins og með áratuga langa reynslu af sjósiglingum og öðrum ævintýrum því tengdu og við getum stolt sagt frá því að við bjóðum upp á ábyrga hvalaskoðun.

Ferðir okkar eru margslungnar en fyrir utan hvalaskoðun bjóðum við upp á árstíðabundnar ferðir svo sem norðurljósasiglingar, friðarsúluferðir, lundaskoðun og sjóstangveiði. Þá erum við einnig með sérferðir, kynningar og fræðsluferðir fyrir skólahópa, hvataferðir fyrirtækja og svo lengi mætti telja en við sinnum einnig ferjusiglingum út í Viðey fyrir Reykjavíkurborg.

Stækkun vörumerkisins

Við hófum siglingar frá Akureyri á Norðausturlandi í byrjun sumars árið 2016. Nú bjóðum við upp á tvennskonar upplifanir; hvalaskoðun á stórum bát og einnig á RIB bát. Fyrstu árið okkar fyrir Norðan sáum við hvali í öllum ferðum, en nálægð við náttúruna og dýralífið í Eyjafirði er engu líkt! Sem viðbót við þjónustu okkar, þá bjóðum við þeim sem fá endurkomumiða (í þeim tilvikum þegar ekkert sést í ferðunum) þann valmöguleika að mæta í annað sinn í Reykjavík eða á Akureyri.

Reynsla og brennandi áhugi hjá Eldingu

Við trúum því að með því að nota reynslu okkar, þekkingu og áhuga á greininni getum boðið upp á bestu ferðir og upplifun sem völ er á í dag. Við setjum mikla ástríðu í fyrirtækið og hvalaskoðun hefur orðið að lífstíl fyrir okkur. Ferðirnar okkar eru ósviknar og eru ekta dýralífsferðir og hver ferð er því einstök og ólík þeirri síðustu.

Ábyrg hvalaskoðun

Við fylgjum siðareglum IceWhale sem miða að ábyrgri hvalaskoðun en auk þess förum við eftir okkar eigin strangari viðmiðum. Við tökum einnig þátt í alþjóðlegu samstarfi um framtíð hvalaskoðunar - t.d. IWC og Planet Whale. Til að þekking okkar nái hærri hæðum styðjum við einnig og tökum þátt í rannsóknum á dýralífinu í okkar nánasta umhverfi. Elding er jafnframt fyrsta og eina hvalaskoðunarfyrirtækið á Íslandi sem er umhvervisvænt vottað og enn fremur eina hvalaskoðunarfyrirtækið í heiminum með gull vottun frá EarthCheck.

 

Virðing við náttúruna

Eldingarteymið vinnur hörðum höndum að því að fara eftir umhverfisáætlun fyrirtækisins sem er stöðugt í þróun. Við biðjum gesti okkar einnig að taka þátt í umhverfisvinnunni með því að flokka rusl um borð, þar sem þeirra framlag skiptir okkur miklu máli. Við erum platínum vottuð af EarthCheck og erum einnig í Vakanum.

Mikilvægi sjálfbærni

Til þess að nýta náttúruauðlindirnar sem hvalirnir eru og ferðirnar okkar eru byggðar á, þurfum við að virða náttúruna og gefa eins mikið til baka og við mögulega getum. Eldingarteymið leitast því við að viðhalda nauðsynlegu vistfræðilegu jafnvægi og hjálpa til við að vernda náttúruna og líffræðilega fjölbreytni. 

Markmið okkar er að starfa eftir sjálfbærnnisstefnu sem vísa til viðeigandi jafnvægis-, umhverfis-, efnahags- og menningarlegra þátta í þróun ferðaþjónustu. Við gerum okkar besta að að bjóða ávallt upp á góða þjónustu og byggjum vinnu okkar á stöðlum EarthCheck ásamt því að fylgja leiðbeiningum IceWhale.

Video
Remote video URL
Image
Elding team 2023

Teymið okkar samanstendur af fjölskylduböndum og vináttu. Þrjár kynslóðir og margir frábærir starfsmenn hafa unnið hörðum höndum í yfir 20 ár til þess að gera Eldingu að því sem fyrirtækið er í dag.

Read more...
Image

Við erum við alls kyns tegundir af bátum staðsettum í Reykjavík og á Akureyri. Hafsúlan, Elding og Eldey eru þeir bátar sem við notum mest í hvalaskoðun og norðurljósaferðum.

Read more...
Image
our office in Reykjavik

Í hjarta gömlu hafnarinnar í Reykjavík finnur þú miðasölu okkar og báta. Þessi hluti borgarinnar hefur sprottið upp á undanförnum árum og er orðinn einn líflegasti hluti Reykjavíkur með fjöldan allan af búðum, veitingastöðum og afþreyingu á sjó. Einni erum við með aðsetur og báta á Akureyri.

Read more...
Image
2018-bjarneyludviksdottir-starfsfolk025-original-hallbjorg-43x29cm-300pt.jpg

Hér höfum við safnað saman upplýsingum um hvernig hægt er að komastt í samband við okkur. Sendið tölvupóst eða hringið ef þú hefur einhverjar sðurningar. Við reynum að svara öllum fyrirspurnum innan sólarhrings.

Read more...