Elding hefur lengi verið stuðningsmaður þeirra sem tilheyra LGBTQ+. Okkar markmið er að bjóða upp á öruggt umhverfi fyrir gesti okkar sem og áhöfn og að öllum finnist þeir vera velkomnir.
Teymið okkar er byggt upp af stórum hópi mismunandi fólks sem við köllum stolt fjölskylduna okkar. Við mismunum ekki eftir kynþætti, kyni, fötlun, trú, útliti osfrv. og við líðum ekki fordóma og hatur.
Við erum aðilar að IGLTA og stoltir stuðningsaðilar Reykjavik Pride!
Verið velkomin um borð - ævintýrið bíður!