Elding - að viðhalda vistfræðilegu jafnvægi
Til þess að nýta náttúruauðlindirnar sem hvalirnir eru og ferðirnar okkar eru byggðar á, þurfum við að virða náttúruna og gefa eins mikið til baka og við mögulega getum. Eldingarteymið leitast því við að viðhalda nauðsynlegu vistfræðilegu jafnvægi og hjálpa til við að vernda náttúruna og líffræðilega fjölbreytni.
Markmið okkar er að starfa eftir sjálfbærnnisstefnu sem vísa til viðeigandi jafnvægis-, umhverfis-, efnahags- og menningarlegra þátta í þróun ferðaþjónustu. Við gerum okkar besta að að bjóða ávallt upp á góða þjónustu og byggjum vinnu okkar á stöðlum EarthCheck og Bláfánanum ásamt því að fylgja leiðbeiningum IceWhale.
Vinna að sjálfbærni
Ætlast er til að allir starfsmenn Eldingar leggi sitt af mörkum þegar kemur að sjálfbærni og starfi samkvæmt umhverfisstefnu okkar. Við vinnnum náið saman að framkvæmd umhverfisstefnu okkar og gerum hana eins skilvirka og mögulegt er. Við biðjum einnig alla farþega okkar að taka þátt í umhverfisstarfinu um borð, með því t.d. að flokka sorp, þar sem við teljum framlag þeirra mjög mikilvægt.
Ábyrg hvalaskoðun - þinn stuðningur er vel þeginn
Skoðaðu hvali og höfrunga með fyrirtæki sem er ábyrgt og annt um lífríki sjávar. Elding hefur verið vottað sem ábyrgt hvalaskoðunarfyrirtæki af World Cetacean Alliance, sem er öflugt bandalag einstaklinga, fyrirtækja og samtaka sem vinna að bestu starfsháttum og sjálfbærni í ferðaþjónustu sem snýr að hvala- og höfrungaskoðun. Saman erum við alþjóðleg rödd þessara dýra.
Sjálfbærni tímalínan okkar
2020 | Elding viðheldur viðurkenningu Bláfánans |
---|---|
2020 | Elding nær viðmiðum World Cetacean Alliance fyrir ábyrga hvalaskoðun |
2019 | Elding viðheldur platínum viðurkenningu EarthCheck |
2019 | Elding fær viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki ábyrgrar ferðaþjónustu fyrir árið 2018 |
2019 | Elding viðheldur viðurkenningu Bláfánans |
2019 | Elding viðheldur gull viðurkenningu VAKANS |
2019 | Elding tilnefnt til verðlauna Norðurlandaráðs |
2018 | Elding fær platínum viðurkenningu EarthCheck |
2018 | Elding tilnefnt til verðlauna Norðurlandaráðs |
2018 | Elding fær umhverfisverðlaun Kuðungsins fyrir árið 2017 |
2018 | Elding er einn af stofnmeðlimum Votlendissjóðsins |
2018 | Elding viðheldur viðurkenningu Bláfánans |
2017 | Elding viðheldur gull viðurkenningu EarthCheck |
2017 | Elding viðheldur viðurkenningu Bláfánans |
2017 | Elding viðheldur gull viðurkenningu VAKANS |
2016 | Elding fær gull viðurkenningu EarthCheck |
2016 | Elding fær viðurkenningu Bláfánans, undir nýjum viðmiðum |
2015 | Elding fær gull viðurkenningu EarthCheck |
2014 | Elding fær gull viðurkenningu EarthCheck |
2013 | Elding fær Fjörusteininn, viðurkenningu Faxaflóahafna |
2013 | Elding fær gull viðurkenningu EarthCheck |
2012 | Elding fær silfur viðurkenningu EarthCheck |
2012 | Elding fær gull viðurkenningu VAKANS frá Ferðamálastofu |
2011 | Elding byrjar þáttöku í World Cetacean Alliance (þá undir nafninu PlanetWhale) |
2010 | Elding fær silfur viðurkenningu EarthCheck |
2008 | Elding fær silfur viðurkenningu EarthCheck (þá undir nafninu GreenGlobe) |
2008 | Elding fær umhverfisviðurkenningu Ferðamálastofu |
2007 | Elding tekur þátt í Smart H2 verkefninu |
2006 | Elding fær viðurkenningu Bláfánans |
2006 | Elding byrjar þátttöku í EarthCheck (þá undir nafninu GreenGlobe) |
2003 | Elding er einn af stofnmeðlimum IceWhale |
Við teljum nýtingu umhverfisauðlinda vera lykilatriði í þróun ferðaþjónustu til að viðhalda nauðsynlegum vistfræðilegum ferlum og stuðla að verndun náttúruarfleifðar og líffræðilegs fjölbreytileika. Markmið Eldingar er að starfa eftir sjálfbærnisreglum sem vísa til umhverfis-, efnahags- og félags- og menningarlegra þátta í þróun ferðaþjónustu. Koma verður upp viðeigandi jafnvægi milli þessara þriggja þátta til þess að tryggja sjálfbærni þess til lengri tíma.