Hvalaskoðunarsamtök Íslands

Image

Hvalaskoðunarsamtök Íslands

Hvalaskoðunarsamtök Íslands (e. IceWhale) voru stofnuð af íslenskum hvalaskoðunarfyrirtækjum árið 2003 með það markmið að meta árangursríkustu leiðirnar til að styðja við vöxt greinarinnar á þann hátt að hún skapi aukin efnahagstækifæri og stuðli jafnframt að verndun hvala.

Helstu verkefni samtakanna hafa meðal annars verið að stuðla að ábyrgri hvalaskoðun, styðja við rannsóknir á hvölum við Ísland og vinna að stofnun griðarsvæði fyrir hvali á hvalaskoðunarsvæðum - sem og örugg skjól gegn hvalveiðum..

Lestu meira um Hvalaskoðunarsamtök Íslands hjá IceWhale.

Image

Hvalaskoðun við strendur Íslands hefur orðið sífellt vinsælli frá árinu 1990 og er í dag ein vinsælasta afþreyingin innan ferðaþjónustunnar. Með aukinni bátaumferð aukast einnig áhyggjur af neikvæðum áhrifum umferðarinnar á dýralífið, bæði hér á Íslandi en einnig á öðrum hvalaskoðunarsvæðum í heiminum. 

Read more...
Image
code of conduct - approaching whales
Elding er stofnfélagi Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og gegndi lykilhlutverki í þróun siðareglna um ábyrga hvalaskoðun árið 2015. Þar sem engar lagalegar takmarkanir eru á hvalaskoðun á Íslandi fannst okkur mikilvægt að setja þessar leiðbeiningar til að lágmarka truflun og tryggja virðingu fyrir dýralífi hafsins. Í samvinnu við önnur fyrirtæki berjumst við fyrir betri reglugerðum fyrir alla atvinnugreinina til að vernda lífríki sjávar til framtíðar.
Read more...