Ábyrg Hvalaskoðun

Hvalaskoðun verður sífellt vinsælli

Hvalaskoðun við strendur Íslands hefur orðið sífellt vinsælli frá árinu 1990 og er í dag ein vinsælasta afþreyingin innan ferðaþjónustunnar. Með aukinni bátaumferð aukast einnig áhyggjur af neikvæðum áhrifum umferðarinnar á dýralífið, bæði hér á Íslandi en einnig á öðrum hvalaskoðunarsvæðum í heiminum. 

Áhrif hvalaskoðunar á Íslandi

Hvalaskoðun á Íslandi hefur áhrif á hvalina á tvenna vegu; bæði tilvist bátana nærri hvölunum og hávaði frá bátunum geta truflað hvalina við ætisleit, tilhugalífið og við að éta, en einnig getur ónæðið gert hvölunum erfiðara fyrir að hafa uppi á bráð sinni, eiga í samskiptum sín á milli og við að rata. 

Verum "hvalvæn"

Frá upphafi hefur Elding lagt mikla áherslu á vistvæna hvalaskoðun og að vera “hvalvæn”. Við byrjuðum á því að fylgja viðmiðum Icewhale - Hvalaskoðunarsamtaka Íslands en áttuðum okkur fljótt á því að við vildum ganga lengra. Við trúum því að hvort sem viðvera bátana okkar hafi neikvæð áhrif á hvalina eða ekki, að með því að fylgja þessum viðmiðum muni það að minnsta kosti ekki hafa nein áhrif á hvalaskoðunina. Hins vegar trúum við því að með því að fylgja þessum viðmiðum þá gæti það gert það að verkum að hvalaskoðun verði enn ánægjulegri, gestirnir okkar glaðari og hvalaskoðunin verði sjálfbærri.

Hvalaskoðunarviðmið

Með aðstoð frá fyrrum yfirleiðsögumanni okkar og sjávarlífræðingnum Megan Whittaker settum við okkur viðmiðunarreglur sem skipstjórar okkar, vélstjórar, leiðsögumenn og aðrir áhafnarmeðlimir þurfa að fylgja til að tryggja að hvalaskoðunin okkar fari fram á ábyrgan hátt. Við fræðum einnig gestina okkar um þessi viðmið til að hjálpa þeim að skilja betur hvernig og hvers vegna við háttum ferðunum okkar eins og við gerum.