Umhverfisvottun Bláfánans
Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun veitt smábátahöfnum, baðströndum og rekstraraðilum í sjótengdri ferðaþjónustu. Bláfánann stuðlar að sjálfbærri þróun ferðaþjónustu við ferskvatn og á strandsvæðum. Það skorar á sveitarfélög, rekstraraðila að ná háum gæðastöðlum í umhverfisvernd í sex flokkum:
- Vatnsgæði
- Umhverfisstjórnun
- Umhverfisfræðsla og upplýsingar
- Öryggi og þjónusta
- Félagsleg ábyrgð
- Ábyrg ferðaþjónusta
Með því að velja ferðaþjónustuaðila sem hefur fengið Bláfánann leggur þú þitt af mörkum til sjálfbærrar nýtingar sjávar- og ferskvatnsumhverfis og hvetur ferðaþjónustugeirann í heild sinni til að leggja meiri áherslu á að lágmarka neikvæð áhrif afþreyingar á umhverfið.
Elding - eitt af fyrstu hvalaskoðunarfyrirtækjunum í heiminum sem hlaut Bláfánann
Elding var fyrsta hvalaskoðunarfyrirtækið á Íslandi sem hlaut Bláfánann árið 2007 og síðan þá höfum við stigið afgerandi skref til að bæta áhrif okkar á umhverfið og um leið leyft farþegum okkar að njóta óspilltrar náttúrunnar. Árið 2015 voru ný viðmið Bláfánans fyrir sjálfbæra bátaferðaþjónustu kynnt og árið 2016 var Elding eitt af fyrstu hvalaskoðunarfyrirtækjunum í heiminum til að hljóta Bláfánann fyrir sjálfbæra bátaferðaþjónustu.
Bláfáninn er veittur af Vottunarstofunni Tún í samstarfi við Umhverfisfræðslusjóðinn (FEE), sem eru bæði frjáls félagasamtök sem starfa á sviði umhverfismála.
Lestu meira um Bláfánann.