
Alþjóðleg rödd hvala og höfrunga
Það að sjá hval eða höfrung með ábyrgum rekstraraðila getur vakið innblástur og aukið meðvitund um mikilvægi hafsins og hvatt til stuðnings við þau sem vinna að verndun þess. Alþjóðabandalag Hvala (e. World Cetacean Alliance - WCA) eru öflugs samtök einstaklinga, fyrirtækja og stofnana sem sameinast um að stuðla að ábyrgri og sjálfbærri hvala- og höfrungaskoðun. Markmiðið er að hafa jákvæð áhrif á hvernig við lítum á þessi dýr - saman erum við alþjóðleg rödd hvala og höfrunga.
Sem samstarfsaðili WCA uppfyllum við lágmarkskröfur um ábyrga hvala- og höfrungaskoðun, sem fela meðal annars í sér að:
- Kynna og fylgja leiðbeiningum um örugga nálgun að hvölum og höfrungum
- Bjóða upp á fræðandi upplifun
- Mæta væntingum gesta
- Minnka umhverfisáhrif á hafið
- Leggja áherslu á rannsóknarvinnu eða styðja við verndun hafsins
Ábyrg hvalaskoðun
Snemma árs 2020 lauk Elding, með góðum árangri, úttekt WCA á ábyrgri hvalaskoðun og varð eitt af fyrstu hvalaskoðunarfyrirtækjum heims til að hljóta þessa alþjóðlegu vottun! Vottunin byggir á alþjóðlegum leiðbeiningum WCA um ábyrga hvala- og höfrungaskoðun sem eru yfirfarnar af sérfræðinganefnd á heimsvísu. Farþegar sem velja ferðir sem eru WCA-vottaðar geta verið vissir um að þeir séu að fá bestu mögulegu upplifun af hvalaskoðun í heiminum. Þetta er eina alþjóðlega vottunin fyrir hvala- og höfrungaskoðun og hún stendur sem viðurkenndur alþjóðlegur staðall fyrir ábyrga starfsemi í greininni – þróað af greininni, fyrir greinina, en WCA er stærsta net sérfræðinga í heimi á sviði hvala- og höfrungaskoðunar.