Fréttir

  • Image
    rannveig making a speech for staff orientation
    Þegar veður á sjó er óhagstætt beinum við athyglinni inn á við - að fólkinu hjá Eldingu og þeim vinnubrögðum sem halda starfseminni gangandi á öruggan og sjálfbæran hátt. Slíkir dagar eru því ekki tapaður tími, heldur dýrmætt tækifæri til innri þróunar, viðhalds og samheldni teymisins.
  • Image
    easter bunny on viðey island

    Páskaeggjaleitin í Viðey í ár gekk vonum framar og skapaði einstaka stemningu fyrir gesti á öllum aldri - sérstaklega börnin, sem nutu dagsins til hins ýtrasta. Allir virtust yfir sig ánægðir og dagurinn var fullur af gleði, hlátri og kærleika. Siglingar til og frá eyjunni gengu eins og í sögu og á eyjunni sjálfri gekk skipulagið snurðulaust fyrir sig. Hjartans þakkir fyrir yndislegan dag!

  • Image

    Viðgerðum á bryggjunni í Viðey er nú lokið og mun ferjuáætlun hefjast á ný um helgina, en brottfarir eru frá Skarfabakka kl. 13:15, 14:15 og 15:15 að venju. Opið verður í Viðeyjarstofu fyrir veitingasölu.

  • Image
    RIFF 2024
    Elding mun sýna mínútumyndir í samstarfi við Reykjavík International Film Festival um borð í Eldey frá 23. september til 6. október. Sýningarnar eru hluti af viðburðinum ‘RIFF um alla borg’ og verða á lúppu í hvalaskoðunar- og norðurljósaferðum okkar frá Reykjavík.
  • Image

    Vegna viðgerða á bryggjunni í Viðey er öllum ferjusiglingum tímabundið aflýst. Áætlað er að framkvæmdum verði lokið í seinni hluta septembermánaðar. Skoðið bókunardagatalið fyrir næstu brottfarir.

  • Image
    elding team on pink ribbon day 2023

    Október er tileinkaður árvekni um baráttuna gegn krabbameini hjá konum og þann 20. október héldum við upp á bleikan föstudag. Til stuðnings öllum konum sem hafa barist við krabbamein, klæddumst við bleiku og buðum samstarfsfélögum okkar upp á bleik bakkelsi!

  • Image
    Imagine Peace Tower Illuminated.

    Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar í Viðey, mánudaginn 9. október 2023, hefur verið aflýst vegna veðurs. Þrátt fyrir að viðburðinum sé aflýst þá er tilvalið að fylgjast með tendruninni á heimasíðu IMAGINE PEACE TOWER klukkan 20.00, spila Imagine, lag Lennons, og hugsa um frið.

  • Image
    whaling boat

    Elding lýsir yfir miklum vonbrigðum við þá ákvörðun sem matvælaráðherra tilkynnti í gær um að heimila áframhaldandi hvalveiðum árið 2023! Hvalir gegna mikilvægu hlutverki við að viðhalda vistfræðilegu jafnvægi jarðar og verndun þeirra er nauðsynleg fyrir heilbrigði hafsins. 

  • Image

    Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður röskun á þjónustu kaffihússins í Viðeyjarstofu frá ágúst og fram í september 2023. Þetta kann að hafa í för með sér óreglulega opnunartíma sem ekki er hægt að auglýsa fyrirfram. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

  • Image
    elding_og_alda_fara_i_throunarsamstarf_i_oryggismalum_002.jpg

    Elding hefur nú bæst í hópinn sem einn af samstarfsaðilum í þróunarferlinu á hugbúnaðinum Alda, sem er í grunninn öryggisstjórnunarkerfi fyrir sjómenn og útgerðir. Í samstarfinu verður leitast við að sníða öryggisstjórnunarkerfið að hvalaskoðunarbátum og skemmtiferðaskipum.

  • Image
    sar arrives on board

    Eldingarteymið tók á dögunum þátt í umfangsmikilli björgunaræfingu sem var samstarfsverkefni viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu, ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum. Þvílík forréttindi að fá að vera hluti af svona stórri björgunaræfingu og frábært tækifæri fyrir áhöfn okkar að öðlast frekari þekkingu á björgun á sjó!

  • Image

    Þegar farið er í hvalaskoðun í fyrsta sinn er það eðlilegt að vita ekki nákvæmlega hvað á að leita eftir. En hvalaskoðun með Eldingu er samvinnuverkefni - og allir um borð eru hvattir til að taka þátt. Það eru nokkur ráð sem geta hjálpað þér að þekkja merki hvala og höfrunga úr fjarlægð, ásamt nokkrum atriðum sem gott er að hafa í huga þegar haldið er út á opið haf.