
Skipstjórar - Vélstjórar
Elding auglýsir eftir skipstjórum og vélstjórum á starfstöðvum sínum í Reykjavík og Akureyri. Auglýst er eftir starfsmönnum í sumarafleysingar með möguleika á heilsársstörfum unnið á 2-2-3 vöktum
Frekari upplýsingar:
Fyrir störf í Reykjavik gefur Bárður Hilmarsson, útgerðarstjóri, upplýsingar í gegnum netfang: bardur@elding.is og í síma 690-4065.
Fyrir störf á Akureyri gefur Arnar Sigurðsson, útgerðarstjóri, upplýsingar í gegnum netfang: arnar@elding.is og í síma 894 7336.
Helstu verkefni og ábyrgð
Í starfinu felst að sigla bátum fyrirtækisins í hvalaskoðun, lundaskoðun og öðrum ævintýraferðum félagsins ásamt því að sinna viðhaldi báta, tækja og annarra eigna í samráði við viðhaldsstjóra.
Skipstjóri stýrir áhöfn um borð og sér til þess að alþjóðasamþykktum STCW sé framfylgt og tryggir að öryggismál um borð séu í lagi og að áætlun um öryggisæfingar sé framfylgt.
Menntunar- og hæfniskröfur
Gild STCW-skírteini fyrir farþegabáta.
STCW Grunnnámskeið ásamt hóp og neyðarstjórnun
Þekking á öryggismálum farþegaskipa
Góð ensku- og íslenskukunnátta
Stundvísi og reglusemi
Sveigjanleiki og góð hæfni í mannlegum samskiptum
Bílstjóri
Elding Hvalaskoðun Reykjavík ehf. auglýsir eftir bílstjóra.
Starfið felst aðallega í akstri og þjónustu við farþega, ásamt umsjón og umhirðu bifreiða.
Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Aukin ökuréttindi D.
Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði.
Rík þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum.
Stundvísi og snyrtimennska.
Hreint sakarvottorð.