Bátarnir okkar

FJÖLBREYTT ÚRVAL BÁTA

Við eigum fjölbreytt úrval báta sem eru notaðir í hinar ýmsu ferðir. Einnig erum með einstakt hvalasetur sem er einskonar samkomustaður fyrir farþega okkar, en þar er einnig að finna lítið náttúrulífssafn, kaffiteríu og minjagripaverslun.

Reykjavik

Við erum með mismunandi báta staðsetta í hjarta Reykjavíkur. Hafsúlan, Elding og Eldey eru notaðir í klassísku hvalaskoðunar- og norðurljósaferðirnar okkar, Elding II er aðallega notuð í sérferðir, Skrúður er notaður fyrir sjóstöng og lundaskoðun og Gestur sem Viðeyjarferjan. Við erum einnig með nokkra RIB báta sem nefnast Þruma I-V sem eru notaðir fyrir áætlunarferðir í premium hvala- og lundaskoðun, en einnig sérferðir. Gestamóttakan okkar er staðsett í bátnum Fífil en á neðri hæð bátsins er hvalaskoðunarsafn og efri hæð kaffitería og minjagripaverslun. Aðgangur er ókeypis fyrir gesti Eldingar.

Akureyri

Það eru nokkrir bátar í notkun í hinum ýmsu ferðum á Akureyri. Hólmasól, Ambassador og Konsúll eru notaðir í klassíska hvalaskoðun og norðurljósaferðir. Við erum einnig með RIB bátana Sólfar I & II  og Diplomat I & II sem eru aðallega notaðir í express hvalaskoðun en einnig sérferðir og hvataferðir.

ÞÆGINDI Í FYRIRRÚMI

Allir bátarnir okkar hafa inni og úti svæði (nema RIB bátarnir) og eru þeir eru búnir salernisaðstöðu, kaffiteríu og öryggisbúnaði. Þú getur þannig slappað af í upphituðum borðsal eða notið útsýnisins utandyra á útsýnispöllum bátanna á meðan á ferð stendur. Til að gera ferðina ennþá ánægjulegri fyrir þig eru um borð hlýjir flotgallar, regngallar og teppi.

VIÐ SETJUM ÖRYGGIÐ Í FYRSTA SÆTI

Öryggi er okkar aðaláhersla og við gætum þess að allar mögulegar varúðarráðstafanir séu yfirfarnar til að tryggja örugga og ánægjulega ferð. Áhöfnin okkar hefur farið á STCW námskeið hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og uppfæra reglulega skírteini sín í öryggi á sjó og mannsbjörg.

Bátarnir okkar fara í gegnum strangt skoðunarferli til þess að uppfylla reglur og reglugerðir samgöngustofu. Öryggisvesti eru auðvitað aðgengileg fyrir alla farþega en skylt er fyrir börn undir 12 ára aldri að vera í öryggisvestum á meðan ferð stendur.