Áhrif okkar á náttúruna
Að ferðast getur haft gífurleg áhrif á náttúruna. Með því að vera meðvitaður um þessa staðreynd er hægt að breyta ferðahegðun sinni og þar með minnka áhrifin. Við mælum með að velja vel og huga að þeim þjónustum sem þú velur á ferðalögum þínum.
Það sem þú getur gert
Það eru mörg lítill skref sem við getum tekið til þess að minnka áhrif okkar á náttúruna. Í ferðunum okkar biðjum við vinsamlegast um að þú fylgir þessum einföldu reglum:
- Vinsamlegast ekki henda neinu í sjóinn
- Vinsamlegast ekki nota meiri pappír en þú þarft
- Vinsamlegast ekki nota meiri vatn en þú þarft
- Vinsamlegast fylgdu flokkunarleiðbeiningum til þess að henda rusli
Við erum með sérstakar tunnur fyrir:- Dósir og flöskur
- Pappa
- Plast
- Gler
- Batterí
- Ál og málm
- Lífrænan úrgang
Spurðu áhöfnina ef þú veist ekki hvert þú átt að henda ruslinu þínu.
Við tökum fagnandi á móti gagnrýni
Ef þú hefur einhverjar tillögur eða gagnrýni þá þætti okkur vænt um að heyra af því. Ef þú hefur hugmyndir um hvernig við getum gert betur eða vilt ræða sjálfbærnistefnu okkkar, þá skaltu endilega hafa samband. Þetta hjálpar okkur að vera betri - fyrir allt og alla.