Eldey

Saga

Eldey (áður þekkt sem M/S Sund Buss Erasmus) var byggð árið 1971 af Lindstölds Skips og Båtbyggeri A/S, Risør (Noregi) ásamt systurskipum hennar: M/S Sund Buss Magdelone og M/S Sund Buss Jeppe.

M/S Erasmus var ferjubátur milli Helsingborgar og Helsingor (Svíþjóð) þar til í september 2001 þegar hún var keypt af sveitarfélaginu Landskrónu (Svíþjóð). Hún var endurskírð M/S Norreborg síðar sama ár og var notuð sem ferjubátur milli Landskrónu og Ven (Svíþjóð).

Eldey kom í hendur Eldingar fjölskyldunnar í apríl árið 2015 og hefur síðan þá gengist undir ýmsar endurnýjanir svo hún henti betur í útsýnisferðir. Hún er notuð í okkar daglegu hvalaskoðunarfeðir og einnig í norðurljósasiglingar á veturnar. Hana er hægt að leigja fyrir stærri hópa, allt árið um kring.

Tæknilegar Upplýsingar

  • Farþegaleyfi: 200 manns
  • Setustofa: tekur 140 manns í sæti
  • Byggð: Lindstöls Skips & Båtbyggeri AS, Noregi
  • Byggð / Endurbyggð: 1971
  • Efni: Stál
  • Lengd: 34 m
  • Vídd: 8 m
  • Vél: 2 x 6 cylinder Volvo Penta diesels
  • Hraði: 12 hnútar
  • Auka hlutir: Bar, hljóðkerfi og grill

Ítarlegri Upplýsingar

Eldey er frábær bátur sem hentar einstaklega vel í hvalaskoðun og önnur ævintýri á sjó. Þægilegt er að fylgjast með útsýninu í gegn um stóra glugga í einum af þremur upphituðum setustofum eða úti á mörgum útsýnispöllum. Um borð finnur þú allar þær aðstöður sem þú mættir búast við á stærru bátum, eins og klósett, kaffitería, heilgallar og nauðsynlegan öryggisbúnað.