Saga
Báturinn Skrúður var upprunalega byggður sem björgunarbátur í Noregi og var fluttur til Íslands árið 1988 sem ferjubátur. Skrúður kom til Eldingar fjölskyldunnar árið 2012 og var aðallega notaður fyrir sérferðir og sem ferjubátur í Viðey. Við höfum gert smávæginlegar breytingar við bátinn til þess að aðlaga hann betur að ævintýrunum á sjó sem við bjóðum upp á allt árið um kring.
Tæknilegar Upplýsingar
- Hámarks farþegafjöldi: 49
- Borðsalur: 42
- Byggingarstaður: Stord í Norway
- Byggt/ Endurbyggt: 1976 / 2006
- Skipsskrokkur: Ál
- Lengd: 16.52m
- Breidd: 4.8m
- Vél: Bens x2, 1979/06
- kW / hestöfl: 744 / 1012
- Aukahlutir: Bar, hljóðkerfi, grill
Ítarlegri Upplýsingar
Skrúður er ferjubátur en er tilvalin fyrir hvalaskoðun og önnur ævintýri á sjó. Báturinn er með tvo útsýnispalla og stóran borðsal innandyra. Einnig er hann vel sniðin að sérferðum og miðlungs stórum hópum í t.d. sjóstöng.