Ísland er frábær áfangastaður fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með fjölbreyttu og villtu dýralífi. Hér er að finna fjölbreytt úrval fugla og sjávarspendýra sem nærast á næringarríkum fiskimiðum í kringum landið. Á sumrin eru löng björt tímabil sem skapa kjöraðstæður fyrir plöntusvif, sem gerir flóann lífbreytilegan.
Vitað er af um það bil 23 tegundum hvala og höfrunga sem halda sig reglulega til á hafsvæðunum í kringum Ísland. Þessar tegundir ná allt frá stærsta dýri sem lifað hefur á jörðinni, til þess minnsta. Fjórar algengustu tegundirnar sem við sjáum á ferðum okkar eru hrefnur, hnúfubakar, hnýðingar og hnísur. Þessi dýr er hægt að sjá í ferðum okkar allt árið um kring, þó að tíðni geti verið breytileg eftir veðri, fæðu við strendur landsins og fleiri þáttum.
Hér að neðan má finna yfirlit yfir þær tegundir sem við sjáum oftast á ferðum okkar.

Eins og er, er vitað um allt að 85 mismunandi tegundir hvala og höfrunga í heiminum. Þessar tegundir telja allt frá stærstu dýrum jarðar frá upphafi til þeirra minnstu. Þær er að finna í öllum heimsins höfum og jafnvel í sumum ám. Hver sá sem hefur farið í hvalaskoðun og séð þessar mögnuðu verur í návígi, getur sagt þér að það sé upplifun sem gleymist seint og tilfinningin sem maður fær við upplifunina er nánast ólýsanleg.


Hafið sem umlykur Ísland er fæðuríkt, fjölbreytt og fullt af lífi, og fiskimiðin á Íslandi eru einhver þau frjósömustu í heimi, en Faxaflói er engin undantekning þar á. Ýmsar tegundir fiska finnast í sjónum rétt fyrir utan Reykjavík, þá helst er að nefna þorsk, ýsu, makríl, ufsa og steinbít.

Sjófuglar eru mikilvægur þáttur í hvalaskoðunarferðum okkar þar sem þeir leiða okkur oft til hvalanna. Yfir sumarmánuðina gera lundarnir vart við sig en einnig sjáum við súlur, fýla, langvíur, kríur og aðrar tegundir. Á veturna er fuglalífið ekki eins fjölbreytt, en það er gaman að sjá ákveðnar tegundir á svæðum sem maður myndi venjulega ekki sjá þær.