Öryggi

Image

Öryggi í fyrsta sæti!

  • Stefna okkar er að tryggja öryggi farþega okkar og starfsmanna með því að gera allar mögulegar varúðarráðstafanir. Markmið okkar er að enginn fari sér að voða.

  • Áhöfn okkar sækir reglulega öryggisnámskeið og er skylt samkvæmt lögum að ljúka alhliða grunnþjálfun í öryggis- og björgunarmálum (STCW) hjá Slysavarnarskóla Landsbjargar til þess að lágmarka líkur á óhöppum.

  • Við leggjum áherslu á að aðstaða okkar, tæki, tól og föt uppfylli allar nýjustu öryggisstaðla og látum prófa búnaðinn okkar reglulega.

  • Á hverju ári gerum við mjög ítarlegt áhættumat til þess að meta líkur á slysum á hverju sviði starfseminnar.

  • Við fylgjum innlendum öryggisreglum og leitumst ávallt við að bæta við þekkingu í öryggismálum bæði á landsvísu og á alþjóðavettvangi fyrir farþega okkar, starfsmenn og samstarfsaðila.

  • Við vinnum að slysavörnum og einn þáttur í því er að hafa bæði munnlegar og líkamlegar æfingar um borð, sem gefur okkur betri skilning á bátunum sem við vinnum á og hvernig best er að vinna saman ef eitthvað óheppilegt gerist.