Staðsetning

Staðsett í Reykjavík & Akureyri!

Eftirfarandi upplýsingar eiga við staðsetningu okkar í Reykjavík. Ýtið hér til þess að sjá hvar við erum staðsett á Akureyri.

Í hjarta gömlu hafnarinnar í Reykjavík finnur þú miðasölu okkar og báta. Þessi hluti borgarinnar hefur sprottið upp á undanförnum árum og er orðinn einn líflegasti hluti Reykjavíkur með fjöldan allan af búðum, veitingastöðum og afþreyingu á sjó.

Bátarnir okkar eru staðsettir örfáum skrefum neðar á höfninni og þar finnur þú einnig Hvalasetrið, sem er einskonar fljótandi safn! Þar er einnig að finna kósý kaffiteríu og minjagripaverslun. Vinsamlegast komdu við í miðasölu okkar og tékkaðu þig inn áður en þú ferð um borð.

Opnunartímar: 08:00-20:00
Heimilisfang: Ægisgarður 5c, 101 Reykjavík, Iceland
GPS Staðsetning: 64°09'06.9"N 21°56'34.0"W

Leiðbeiningar:

Miðasala okkar er í um 500 metra fjarlægð frá Ingólfstorgi og um 900 metra fjalægð frá Hörpu. Við bjóðum upp á rútuferðir til og frá hótelum og rútustoppistöðvum innan Reykjavíkursvæðisins gegn gjaldi.

Strætó nr. 14 stoppar 200 metrum frá höfninni. Lækjartorg er í um 600 metra göngufjarlægð, en þar stoppa allar helstu leiðir innan Reykjavíkur.

Ef þú kemur keyrandi, þá mælum við með að leggja á Miðbakka eða á bílastæðinu fyrir aftan Sjóminjasafnið á Grandagarði. Athugið að bílastæðin gætu verið á merktum svæðum sem þarf að greiða fyrir.

(Lestu meira um gjaldsvæðin hér: https://reykjavik.is/bilastaedasjodur/gjaldskylda)

 

Hafðu samband í síma 519-5000 ef þig vantar nánari upplýsingar eða leiðbeiningar.

Image

Hvalaskoðunarsafn og gestamóttaka Eldingar er um borð í bátnum Fífli sem er gamalt fiskiskip en er núna landfast við gömlu höfnina. Þar geta gestir komist á frítt net, sest niður með kaffibolla eða léttan bita frá kaffiteríunni um borð. Einnig geta gestir skoðað minjagripaverslunina eða farið fyrir neðan sjávarmál og skoðað náttúrulífssafnið okkar.

Read more...
Image

Við erum við alls kyns tegundir af bátum staðsettum í Reykjavík og á Akureyri. Hafsúlan, Elding og Eldey eru þeir bátar sem við notum mest í hvalaskoðun og norðurljósaferðum.

Read more...
Image
akureyri whale watching team 2023 office boat

Eftirfarandi upplýsingar eiga við staðsetningu okkar á Akureyri. Ýtið hér til þess að sjá hvar við erum staðsett í Reykjavík.

Við erum með tvær miðasölur sitthvoru megin við flotbryggjuna við HOF í miðbæ Akureyrar. Þar finnurðu einnig báta okkar. Eldingar miðasalan okkar er staðsett á Oddeyrarbót 2 og Ambassador miðasalan er staðsett við Torfunefsbryggju.

Read more...