Umhverfisstefna

Meiri verðmæti - vistvænar hvalaskoðunarferðir

Elding er fjölskyldufyrirtæki og leiðandi í hvalaskoðunarferðum og annarri sjótengdri afþreyingu á sjó á Íslandi. Allt frá því að við hófum starfsemi árið 2001 höfum við leitað leiða til að lágmarka umhverfisáhrif og mengun af starfsemi okkar.

Afrek á sviði umhverfismála

Við erum aðilar að EarthCheck og Vakanum (umhverfisstjórnunarkerfi), skipin okkar bera Bláfánann og við tókum við umhverfisverðlaunum Ferðamálaráðs árið 2008. Elding leggur áherslu á að bjóða upp á hágæða ferðir á sama tíma og við lágmörkum umhverfisáhrif og mengun af völdum starfsemi okkar. Þannig gerum við gestum okkar kleift að njóta hafsins án þess að trufla dýralífið.

Sjálfbærnistefna

Sérstök áhersla er lögð á að leitast við að finna minna mengandi orkugjafa til að reka starfsemi okkar, lágmarka framleiðslu úrgangs og bæta endurvinnslu. Í sjálfbærnisstefnu okkar er sérstök áhersla lögð á:

  • Að eiga aðeins í viðskiptum við fyrirtæki merkt með norræna umhverfismerkinu varðandi prentun bæklinga og miða. 
  • Að fylgja viðeigandi umhverfis- og vinnuverndarlögum og reglugerðum um heilsu og öryggi, löggjöf er varðar hreinlæti og atvinnumál, sem og viðmiðunarreglur IceWhale um ábyrga hvalaskoðun.
  • Að hugað sé að því að ráða heimamenn og styðja einnig við alþjóðlegt samstarf við vísindamenn og veita erlendum nemendum atvinnutækifæri.
  • Að gefa umhverfisvænum vörum og þjónustu úr heimabyggð forgang, svo lengi sem það hefur ekki slæm áhrif á rekstrarstarfsemi, hagkvæmni, umhverfisleg- og félagsleg áhrif.
  • Að veita starfsfólki reglulega umhverfis- og öryggisþjálfun og hvetja þá til að kynna stefnu okkar fyrir gestum, birgjum og viðskiptavinum. Við leitumst við að fræða gesti okkar um hafið og viðmiðunarreglur er varðar ábyrga hvalaskoðun.

Sjálfbært jafnvægi

Við teljum að nýting umhverfisauðlinda sé lykilatriði í þróun ferðaþjónustu til að viðhalda nauðsynlegum vistfræðilegum ferlum og stuðla að verndun náttúruarfleifðar og líffræðilegs fjölbreytileika. Markmið Eldingar er að starfa eftir sjálfbærnisreglum sem vísa til umhverfis-, efnahags- og félags- og menningarlegra þátta í þróun ferðaþjónustu. Koma verður upp viðeigandi jafnvægi milli þessara þriggja þátta til þess að tryggja sjálfbærni þess til lengri tíma.

Í framhaldinu

Við munum stöðugt leitast við að bæta árangur í umhverfismálum og félags- og menningarheimum og stefnan verður endurskoðuð árlega í samræmi við kröfur fyrirtækjastaðalsins.

Rannveig Grétarsdóttir
Framkvæmdastjóri

Video
Remote video URL