Skilmálar

ALMENNT: Þessir skilmálar eiga við um kaup á þjónustu á vefslóðinni www.elding.is sem er rekin af Elding Hvalaskoðun Reykjavík ehf. Skilmálarnir fjalla annars vegar um réttindi og skyldur Eldingar og hins vegar réttindi og skyldur kaupenda. Öll samskipti varðandi bókanir, breytingar og afpöntun skulu vera skrifleg og þurfa að vera send í gegn um tölvupóst á netfangið elding@elding.is.

Á NETINU: Kaupendur geta bókað í allar ferðir Eldingar með allt að klukkustundar fyrirara fyrir áætlaða brottför. Þegar þú bókar ferð á netinu er staðfesting og bókunarnúmer send samstundis á netfangið sem gefið var upp í bókunarferlinu. Á miðanum kemur fram brottfarartími og dagsetning. Það er á ábyrgð kaupanda að halda utan um miðann og sýna hann þegar þjónustan skal vera nýtt. *Vinsamlegast gakktu úr skugga um að allir reitir séu rétt útfylltir.

TRÚNAÐUR & ÖRYGGI: Við kunnum vel að meta ákvörðun þína og hliðhollustu að velja Eldingu fyrir þína afreþyingu og upplifun. Við munum gæta þess að vernda friðhelgi þitt og heitum trúnaði hvað persónuupplýsingar varðar. Allir greiðslukortaferlar eru vottaðir af Borgun (www.borgun.is) og eru þeir ávallt verndaðir. SSL dulkóðar kreditkortanúmer, nafn, heimilisfang og símanúmer, en þetta gerir viðskipti á netinu eins örugg og að kaupa símleiðis. Smelltu á lása merkið í vafranum til að staðfesta SSL vottorð síðunnar. Upplýsingar kaupenda verða undir engum kringumstæðum afhentar til þriðja aðila.

PERSÓNUVERND: Þú getur alltaf skoðað heimasíðuna okkar án þess að láta í ljós hver þú ert eða veita persónulegar upplýsingar. Við söfnum einungis gögnum um hvernig þú ferðast um heimasíðuna okkar, en þau er ekki hægt að tengja við þig sem einstakling. Notkunar upplýsingarnar eru til þess að við getum skilið betur hvernig vefurinn okkar er notaður. Ef þú ákveður að bóka ferð í gegnum Eldingu, munum við einnig taka niður upplýsingar eins og nafn, þjóðerni, símanúmer og netfang, sem eru nauðsynlegar til þess að veita þér þá þjónustu sem boðið er upp á, sem og mikilvægar uppfærslur og áminningar. Við gætum einnig boðið þér að taka þátt í könnunum í gegn um tölvupóst eða sent þér myndir úr ferðinni þinni, en þú getur alltaf afþakkað eða sagt upp áskrift ef þú vilt ekki fá frekari pósta frá okkur. Ef þú af einhverjum ástæðum vilt láta fjarlægja upplýsingar þínar úr gagnagrunni okkar, hafðu þá samband við okkur í gegnum tölvupóst á elding@elding.is. Elding Hvalaskoðun Reykjavík ehf. mun aldrei gefa út, selja, leigja eða deila persónulegum upplýsingum um þig með þriðja aðila.

BREYTINGAR: Ef þú þarft að gera breytingar á bókun, hvort sem það varðar einstaklinga eða hópa, biðjum við þig um að senda okkur tilkynningu eins fljótt og auðið er og eigi síðar en 12 klukkustundum fyrir brottför. Breytingar sem berast með minna en 12 klukkustunda fyrirvara gætu verið rukkaðar samkvæmt gildandi gjaldskrá Eldingar eða samkvæmt skilmálum samstarfsaðila okkar.

AFBÓKANIR: Ef þú þarft að afbóka bókun, biðjum við þig um að senda okkur tilkynningu eins fljótt og auðið er og eigi síðar en 24 klukkustundum fyrir brottför fyrir einstaklinga og 48 klukkustundum fyrir brottför fyrir hópbókanir (eða samkvæmt samningi). Breytingar sem berast með minna en fyrirvaranum sem er gefinn upp gætu bókanir verið rukkaðar samkvæmt gildandi gjaldskrá Eldingar eða samkvæmt skilmálum samstarfsaðila okkar. Athugið að ef bókað er í gegn um þriðja aðila geta aðrir skilmálar átt við. Ef við þurfum að aflýsa ferð munum við hafa samband eins fljótt og auðið er í gegn um þær upplýsingar sem gefnar voru upp í bókunarferlinu. Ef mögulegt er getum við aðstoðað þig við að breyta dagsetningum eða farið fram á endurgreiðslu við ferðaskipuleggjanda fyrir þína hönd.

VERÐ: Öll verð sem vitnað er í eru byggð á núverandi innkaupsverði hér á landi. Elding Hvalaskoðun Reykjavík ehf. áskilur sér rétt til að hækka verð sem þegar er vitnað í eða birt í verðskrám okkar án fyrirvara ef um sveiflur í gjaldeyri, ríkisskatti eða aðrar kostnaðarhækkanir koma upp. Allar hugsanlegar breytingar á taxta verða þó ekki birtar með minna en 4 vikna fyrirvara fyrir áætlaða brottför.

BÖRN: Afsláttur fyrir börn er háð eðli þjónustunnar og skilmálum þjónustuaðila okkar. Sjá einstakar ferðir fyrir skilmála og afslætti fyrir börn og unglinga.

BROTTFARIR: Allar ferðir Eldingar hefjast frá gömlu höfninni í Reykjavík, nema annað sé tekið fram. Brottfarartíminn er tilgreindur á staðfestingu þinni og miðanum sem þér verður sendur með tölvupósti að greiðslu lokinni. Það er á ábyrgð kaupandans að mæta tímanlega til að innrita sig og ganga um borð áður en ferð hefst.

ÁBYRGÐ: Elding Hvalaskoðun Reykjavík ehf. áskilur sér rétt til að breyta ferða- og tímaáætlunum, breyta eða hætta við ákveðnar ferðir ef nauðsyn krefur, þar með talið vegna óhagstæðra veðurskilyrða og annarra náttúrulegra afla. Allar okkar ferðið eru háðar veðri og vindum og þar sem við treystum á villta náttúru í okkar ferðum er aldrei hægt að ábyrgjast árangur (t.d. að sjá hvali, lunda, norðurljós o.s.frv.). Athugið að áætluð tímalengd ferðar getur breyst í takt við veður. Kaupendur bera ábyrgð á að haga sér á viðeigandi máta á meðan ferð stendur og í samræmi við ábendingar starfsfólks Eldingar. Öll afþreying hefur í för með sér eðlislæga áhættu og Elding Hvalaskoðun Reykjavík ehf. tekur enga ábyrgð á slysum sem hægt er að rekja til viðskiptavina eða annarra þátta (Force majeure). Elding Hvalaskoðun Reykjavík ehf., stjórnendur þess og starfsfólk tekur enga ábyrgð á týndum hlutum eða tjóni á eignum farþega um borð í bátunum okkar. Með því að kaupa ferð í gegn um Eldingu samþykkir þú þessa skilmála, skilur afleiðingar þeirra og berð fulla ábyrgð á sjálfum þér í ferðinni.

ENDURKOMUMIÐAR: Ef svo ólíklega vill til að hvorki hvalir né höfrungar sjáist í hvalaskoðunarferðinni þinni, endurgreiðum við ekki ferðina en bjóðum þó upp á endurkomumiða sem gildir í klassísku hvalaskoðunarferðirnar okkar (EL-01/02/03 og AK- 01). Ef svo ólíklega vill til að ekki sjáist norðurljós í norðurljósasiglingunni þinni, endurgreiðum við ekki ferðina en bjóðum þó upp á endurkomumiða sem gildir í norðurljósasiglingarnar okkar (EL-09 og AK-03). Hver miði hefur tveggja ára gildistíma og gildir einungis fyrir þann sem er skráður fyrir miðanum. Hafðu samband í tölvupósti til að bóka nýja ferð og mundu eftir að taka endurkomumiðann og skilríkin með þegar þú innritar þig í ferðina.

SÉRÞARFIR: Ef þú hefur einhverjar sérþarfir biðjum við þig um að tilkynna okkur það eins fljótt og auðið er svo að við getum gert hvað við getum til þess að verða við óskum þínum.

HJÓLASTÓLAR: Það er heimilt að hafa samanbrjótanlegan hjólastól meðferðis um borð í bátum okkar, en athugaðu að engin lyfta er um borð og gæti því verið snúið að ferðast á milli hæða og komast á klósett. Vinsamlegast láttu okkar vita fyrirfram ef þú þarfnast aðstoðar.

ATHUGASEMDIR & KVARTANIR: Ef þú hefur einhverjar athugasemdir hvað varðar starfsemi okkar eða ef þú af einhverjum ástæðum ert ekki ánægð(ur) með þjónustu sem við höfum veitt, hafðu samband við okkur eins fljótt og auðið er með því að senda tölvupóst á elding@elding.is.