HVATAFERÐIR MEÐ ELDINGU

Hvað bjóðum við upp á?

Elding er fjölskyldufyrirtæki með meira en tveggja áratuga reynslu af afþreyingu á sjó. Við bjóðum upp á fjöldan allan af áætlunarferðum allt árið um kring og að auki bjóðum við upp á sérferðir, hvataferðir og óvissuferðir fyrir hópa.

 

Sérferðir: Við erum sérfræðingar á sviði sjóferða - möguleikarnir eru því margir! Hér höfum við tekið saman nokkrar hugmyndir af sérferðum. Ef þú hefur eitthvað annað í huga, vinnum við gjarnan með ykkur og hönnum ferðina algjörlega eftir ykkar höfði. Hvalaskoðun, lundaskoðun, sjóstöng, norðurljósasiglingar, RIB ferðir, sundasigingar, ferjusiglingar (t.d. milli bæjarfélaga).

Bátaleiga: Bátarnir okkar rúma frá 12 upp í 196 manns og því er möguleiki á að hýsa allt frá nánum vinahópum upp í stærri vinnustaðahópa. Ath. ekki er hægt að leigja bát án áhafnar, en í öllum sérferðum er innifalin löggild áhöfn.

Viðey: Viðey er einstakur staður sem sameinar sögu, list og náttúru. Það tekur aðeins örfáar mínútur að sigla yfir í friðsældina og óspillu náttúrunna sem Viðey er orðin heimsþekkt fyrir. Mikið fuglalíf, sem og glæsileg listaverk setja öll sinn svip á eyjunna. Hægt er að leigja húsin fyrir hina ýmsu viðburði. Leiðsögn um eyjuna er hægt að bóka sérstaklega.

Skemmtikraftar: Elding hefur á snærum sínum skemmtilega trúbarora og tónlistamenn sem er mögulegt að bóka til þess að skapa góða stemningu í ferðinni. 

Tækjakostur: Hljóðkerfi er um borð í bátunum okkar sem hægt er að tengja við síma í gegn um aux/blátönn. 

Matur og drykkur: Hægt er að bæta mat og drykk við allar sérferðir. Sé óskað eftir því að koma með eigin veitingar leggst ofan á það tappagjald sem og að barinn um borð verður lokaður á meðan siglingu stendur.

Image
tilbod_fyrir_hopa_VIDEY

Viðeyjarferðir

Í Viðey er margt að skoða og skemmtilegt að vera. Hér er hægt að eiga góðan dag með fjölskyldu, vinum sem og starfsmannahópum. Hópefli, lautarferðir og brúðkaup eru ávallt vinsælir viðburðir, en hægt er að sérsníða hverja ferð eftir hverjum hóp.

Viðeyjarferjan: Ferjan siglir skv. áætlun allan ársins hring, en við bjóðum einnig upp á sérferðir frá Skarfabakka sem og Gömlu höfninni í Reykjavík. Verð fer eftir fjölda farþega og tíma dags, en einnig er hægt að nýta áætlunarferðir fram að 17:15 á sumrin. Einnig er mögulegt að bóka sérferð á RIB bátum (allt að 12 farþegar í bát) til þess að gera ferðina yfir til Viðeyjar eftirminnilegri!

Viðeyjarnaust: Hægt er að leigja Viðeyjarnaustið fyrir hópa eftir síðustu áætlunarferð dagsins (t.d eftir kl. 17:00 á sumrin). Í Naustinu eru langir bekkir og borð sem hægt er að koma u.þ.b. 90 manns fyrir í sæti. Þar er einnig eldhúsinnrétting með vaski en engin eldunaraðstaða, né borðbúnaður. Það er stórt grill á staðnum, en leigutaki þarf sjálfur að koma með kol, áhöld og uppkveikjulög. Mögulegt er að koma með eigin veigar og drykk, en einnig er hægt er að panta veitingar hjá Mat Bar.

Viðeyjarstofa: Uppi í risi Viðeyjarstofu er að finna glæsilegan sal með aðstöðu sem rúmar um 120 manns í mat. Önnur minni herbergi í húsinu taka ca. 20 manns hver í sæti og henta vel til hópavinnu o.s.frv. Mögulegt er að panta veitingar og þjónustu hjá Mat Bar.

Eitthvað er af rafmagnstækjum á staðnum (t.d. hljóðkerfi), en er mælt með að taka með eigið eða leigja inn ef þörf er á. Bíl er að finna í Viðey sem er hægt að leigja gegn gjaldi.

Hafðu samband (sales@elding.is) og fáðu tilboð fyrir hópinn þinn. Varðandi mat mælum við með að hafa samband við Mat Bar (videy@matbar.is) sem er veitingaaðili Viðeyjarstofu.

 

Image
tilbod_fyrir_hopa_4.png

Hvalaskoðun

Hvalaskoðun er okkar allra vinsælasta sérferð, enda heillar dýralíf flóans bæði unga sem og aldna! Hefðbundnar hvalaskoðunarferðir vara í u.þ.b. 3 klst. en lengd ferðarinnar getur verið mismunandi eftir ykkar óskum. Ferðinnii fylgir reynd áhöfn og fróður leiðsögumaður (sjávarlíffræðingur) sem veitir upplýsingar um hvali, vistkerfi hafsins og getur svarað öllum ykkar spurningum.

Þið gætuð átt möguleika á að sjá ýmsar tegundir, þar á meðal hrefnur, hnúfubaka, hnísur, höfrunga og fleiri. Athugið að ekki er hægt að tryggja að hvalir og höfrungar sjáist í ferðinni vegna ófyrirsjáanlegra þátta og þá er ekki mögulegt að bjóða upp á endurkomumiða ef svo fer. 

Bátar: Floti okkar er fjölbreyttur og rúmar allt frá 12 farþegum upp í 196 farþega, allt eftir stærð og óskum hópsins.

Lengd: 2-6 klst.

Veitingar: Hægt að bæta við veitingum og drykkjum til að neyta á meðan ferð stendur. 

Combo: Hægt er að sameina sóstangveiðiferð og hvalaskoðun með því að bæta við 1 auka klst. (gildir aðeins um ferðir á Eldingu I, Eldingu II og Skrúð). Einnig er mögulegt að sameina lundaskoðun og hvalaskoðun (á hvaða bát sem er).

Viðbótarþjónusta: Ljósmyndir, 

Hafðu samband og fáðu tilboð fyrir hópinn þinn - sales@elding.is

Image
tilbod_fyrir_hopa_sjóstöng

Sjóstangaveiði

Ein af okkar allra vinsælustu sérferðum sem hentar vel fyrir t.d. starfsmannahópa og vinahópa! Í þessari sjóstangveiðiferð eru öll tól innifalin og engin fyrri reynsla er nauðsynleg. Áhöfnin sér um að setja upp stangirnar og kennir þér réttu handtökin ef þörf er á. 

Elding I: Allt að 145 farþegar um borð og 25 manns geta veitt í einu.

Elding II: Allt að 38 farþegar um borð og 12 manns geta veitt í einu.

Skrúður: Allt að 62 farþegar um borð og 12 manns geta veitt í einu.

Lengd: 3-6 klst.

Veitingar: Hægt að bæta við veitingum og drykkjum til að neyta á meðan ferð stendur, en sé farþegafjöldinn meiri en þeir sem geta veitt í einu þá getur hluti hópsins fengið sér sæti innandyra og notið útsýnisins á meðan.

Aflinn grillaður: Við getum tekið gasgrill með um borð og boðið upp á að grilla smakk af aflanum sem veiddur er með smá meðlæti eins og t.d. kartöflusalati eða sósu.

Veiðikeppni: Til þess að koma farþegum í gírinn efnum við oft til keppni um t.d. mesta aflann, stærsta-, minnsta- og ljótasta fiskinn o.s.frv. Verðlaunapeningar eru í boði, svo það er til mikils að vinna!

Combo: Hægt er að sameina hvalaskoðun með sóstangveiðiferð með því að bæta við 1 auka klst. 

Viðbótarþjónusta: Áhöfnin getur flakað aflann og er farþegum boðið að taka hann með sér heim. 

Hafðu samband og fáðu tilboð fyrir hópinn þinn - sales@elding.is

Image
tilbod_fyrir_hopa_5.png

Sundasigling

Hin fullkomna ferð fyrir t.d vinnustaði sem kvöldskemmtun. Til samanburðar: pride cruise, eurovision cruise, sjómannadagssiglingin

Sundasigling felur í sér bátsferð sem leggur af stað frá Reykjavíkurhöfn og siglir um sundin, sem veitir fallegt útsýni, en einn af hápunktum siglingarinnar er tækifærið til að sjá Reykjavík frá einstöku sjónarhorni. Sigling meðfram strandlengjunni gerir farþegum kleift að njóta víðáttumikils útsýnis yfir borgarmyndina.

Bátar: Floti okkar er fjölbreyttur og rúmar allt frá 12 farþegum upp í 196 farþega, allt eftir stærð og óskum hópsins.

Lengd: 30 mín. - 2 klst.

Veitingar: Hægt að bæta við veitingum og drykkjum til að neyta á meðan ferð stendur. Hér er tilvalið að bjóða upp á kaldan mat svo sem tapas, snittur, sushi og drykki eins og t.d. kampavín.

Combo: Hægt er að sameina sóstangveiðiferð og hvalaskoðun með því að bæta við 1 auka klst. (gildir aðeins um ferðir á Eldingu I, Elldingu II og Skrúð). Einnig er mögulegt að sameina lundaskoðun og hvalaskoðun (á hvaða bát sem er).

Viðbótarþjónusta: Tónlist getur aukið heildarupplifunina og skapað líflegt og skemmtilegt andrúmsloft. Einnig getum við útvegað DJ, haldið Pub Quiz eða endað í Viðey í kvöldmat.

Hafðu samband og fáðu tilboð fyrir hópinn þinn - sales@elding.is

Image
tilbod_fyrir_hopa_RIB

RIB bátaferðir

RIB bátar eru hannaðir með lipurð og hraða að leiðarljósi, en slíkar ferðir bjóða upp á spennandi og kraftmikla upplifun á sjó. Á RIB bátum náum við oft til víðtækara svæði á styttri tíma og nálgast svæði sem hefðbundnir bátar komast ekki að. 

Öryggi er í forgangi í þessum ferðum og þátttakendur fá viðeigandi björgunarbúnað, heilgalla sem skylt er að nota á meðan ferð stendur. Við mælum einnig með hlífðargleraugum sem hægt er að fá lánað og húfu og vettlinga.

Hefðbundnar hvalaskoðunarferðir á RIB bát vara í u.þ.b. 2 klst. en lengd ferðarinnar getur verið mismunandi eftir ykkar óskum. Ferðinni fylgir skiptstjóri fróður leiðsögumaður (sjávarlíffræðingur).

Bátar: RIB báta floti okkar telur 5 báta sem hver rúmar allt að 12 farþega. Fyrir stærri hópa getum við tekið inn 2 auka báta og geutm við þá tekið allt að 84 farþega samtímis.

Lengd: 30 mín. - 2 klst.

Veitingar: Ekki er mögulegt að njóta veitinga á meðan ferð stendur, en hægt er að taka með léttar veigar og drykki og njóta við bryggju.

Combo: Einnig er hægt að fara í eyjaskopp / sundasiglingu, power ferð, hvalaskoðun, lundaskoðun, viðey ...

Viðbótarþjónusta: Ljósmyndir, lautarferð (snittur, kampavín á bryggju)

RIB bátarnir eru á sjó milli 1. apríl - 30. október, en hægt er að bóka upp brottför í áætlun eða taka bát úr áhöfn til þess að tímasetningin henti sem best hverju sinni.

Hafðu samband og fáðu tilboð fyrir hópinn þinn - sales@elding.is

More about Elding:

Image
Rannveig_Gretarsdottir

Elding er fjölskyldufyrirtæki sem býður upp á ábyrgar sjóferðir allt árið um kring, frá bæði Reykjavík og Akureyri. Velkomin um borð!

Read more...
Image

Við erum við alls kyns tegundir af bátum staðsettum í Reykjavík og á Akureyri. Hafsúlan, Elding og Eldey eru þeir bátar sem við notum mest í hvalaskoðun og norðurljósaferðum.

Read more...
Image
our office in Reykjavik

Í hjarta gömlu hafnarinnar í Reykjavík finnur þú miðasölu okkar og báta. Þessi hluti borgarinnar hefur sprottið upp á undanförnum árum og er orðinn einn líflegasti hluti Reykjavíkur með fjöldan allan af búðum, veitingastöðum og afþreyingu á sjó. Einni erum við með aðsetur og báta á Akureyri.

Read more...
Image

Stefna okkar er að tryggja öryggi farþega okkar og starfsmanna með því að gera allar mögulegar varúðarráðstafanir. Markmið okkar er að enginn fari sér að voða. Áhöfn okkar sækir reglulega öryggisnámskeið og er skylt samkvæmt lögum að ljúka alhliða grunnþjálfun í öryggis- og björgunarmálum (STCW) hjá Slysavarnarskóla Landsbjargar til þess að lágmarka líkur á óhöppum. Þá leggjum við mikla áherslu á að aðstaða okkar, tæki, tól og föt uppfylli allar nýjustu öryggisstaðla og látum prófa búnaðinn okkar reglulega.

Read more...
Image

Við teljum nýtingu umhverfisauðlinda vera lykilatriði í þróun ferðaþjónustu til að viðhalda nauðsynlegum vistfræðilegum ferlum og stuðla að verndun náttúruarfleifðar og líffræðilegs fjölbreytileika. Markmið Eldingar er að starfa eftir sjálfbærnisreglum sem vísa til umhverfis-, efnahags- og félags- og menningarlegra þátta í þróun ferðaþjónustu. Koma verður upp viðeigandi jafnvægi milli þessara þriggja þátta til þess að tryggja sjálfbærni þess til lengri tíma.

Read more...
Image
researchers looking at photo of a whale and comparing it with in folder

We take part in research and provide a platform for researchers on board our boats. Photo identification is the most essential form of research and just by photographing the dorsal fin, body scars and/or fluke of the whale we can, tell one individual from another, see where they migrate, see which other individuals they like to associate with, note if they return to the same areas and estimate age and population

A single photograph is therefore a treasure trove of information.

Read more...

Áætlunarferðir:

Preview Image
Preview text

Þetta er upprunalega hvalaskoðunarferðin frá Reykjavík! Komdu með fjölskyldufyrirtækinu Eldingu í frábæra hvalaskoðunarferð frá höfuðborginni og njóttu einstakrar leiðsagnar frá sérþjálfuðum leiðsögumanni!

Duration
3:00 Hours
Season:
Season start date
to
Season end date
Preview Image
Preview text

Frábær skemmtun fyrir þann sem vill upplifa einstaka náttúru og dýralíf á háhraða! Siglt er frá gömlu höfninni  í Reykjavík með aðeins 12 farþega og tveggja manna áhöfn, sem gerir ferðina einstaklega persónulega!

Duration
2:00 Hours
Season:
Season start date
to
Season end date
Preview Image
Preview text

Komdu um borð í fallega eikarbátinn Sögu og sigldu með okkur út í Faxaflóa þar sem við leggjum út veiðarfæri og grillum smakk af eigin afla! Ferðin hentar öllum aldurshópum, reyndum sem og kunnugum.

Duration
3:00 Hours
Season:
Season start date
to
Season end date
Preview Image
Preview text

Vissir þú að það finnast lundar rétt fyrir utan Reykjavík? Í þessari klukkutíma langri ferð siglum við út frá gömlu höfninni í Reykjavík að Lundey, þar sem þúsundir para mæta á hverju sumri til þess að verpa og ala ungana sína.

Duration
1:00 Hours
Season:
Season start date
to
Season end date
Preview Image
Preview text

Sigldu með okkur á RIB bát frá gömlu höfninni í Reykjavík og skoðaðu litríka lunda í þeirra nátttúrulegu umhverfi. Þessi ferð kemur þér hraðar úr höfninni og nær eyjunum án þess að trufla fuglalífið.

Duration
1:00 Hours
Season:
Season start date
to
Season end date
Preview Image
Preview text

Leitaðu uppi norðurljósin í þessari ógleymanlegu ferð frá Reykjavík. Við siglum alltaf, svo lengi sem sjólag er gott, þar sem við vitum að norðurljósaspáin getur breyst og lág virkni þýðir ekki endilega engin norðurljós!

Duration
2 klst.
Season:
Season start date
to
Season end date
Preview Image
A group of people hold hands around the Imagine Peace tower on Videy island.
Preview text

Róleg og eftirminnileg kvöldstund til heiðurs heimsfriðar. Friðarsúlan er einstakt listaverk eftir Yoko Ono sem lýsir upp himininn frá eyjunni Viðey í Kollafirði. Komdu við í ey og taktu þátt í friðsælli gönguferð undir frábærri leiðsögn.

Duration
2:00 Hours
Season:
Season start date
to
Season end date
Preview Image
Preview text

Viðey er einstakur staður sem sameinar sögu, list og náttúru. Það tekur aðeins örfáar mínútur að sigla yfir í friðsældina og óspilltu náttúrunna frá Skarfabakka.

Duration
0:05 Minutes
Season:
Season start date
to
Season end date