Áætlun og verð þessi eru birt með fyrirvara um breytingar. Til þess að sjá uppfærða áætlun er best að skoða bókunardagatal fyrir hverja ferð fyrir sig.
Elding áskilur sér rétt til þess að hækka verð sem þegar er birt í verðlistum okkar án fyrirvara ef gjaldmiðilssveiflur, ríkisskattar eða aðrar kostnaðarhækkanir koma upp. Breytingar á verði verða þó ekki gerðar með minna en 4 vikna fyrirvara fyrir áætlaða brottför. Sjá skilmála.
Elding er stærsta hvalaskoðunarfyrirtæki landsins og með áratuga langa reynslu af sjósiglingum og öðrum ævintýrum því tengdu. Við erum með ábyrga hvalaskoðun ásamt því að bjóða upp á ýmsar sjótengdar ferðir allan ársins hring.
Við bjóðum upp á tvenns konar hvalaskoðunar ferðir frá Akureyri á Norðausturlandi. Flotinn okkar samanstendur af 200 farþega tvíbytnu sem og 12 sæta RIB bátum. Þar af leiðandi gefst gestum okkar tækifæri til þess að velja ferð sem hentar þeim. Þá ábyrgjumst við einnig að við sjáum hvali - ef ekki, getur þú komið með aftur FRÍTT!
Viðey er einstakur staður sem sameinar sögu, list og náttúru. Það tekur aðeins örfáar mínútur að sigla yfir í friðsældina og óspilltu náttúrunna sem eyjan er orðin heimsþekkt fyrir. Á sumrin siglir ferjan daglega frá Skarfabakka, Gömlu Höfninni og Hörpu, en á veturna er einungis siglt frá Skarfabakka á laugardögum og sunnudögum.