Mon, 07/17/2023 - 09:24
Image
Elding hefur nú bæst í hópinn sem einn af samstarfsaðilum í þróunarferlinu á hugbúnaðinum Alda, sem er í grunninn öryggisstjórnunarkerfi fyrir sjómenn og útgerðir. Í samstarfinu verður leitast við að sníða öryggisstjórnunarkerfið að hvalaskoðunarbátum og skemmtiferðaskipum.
Ábyrg hvalaskoðun er eitt af okkar grunngildum, í því felst líka að hugað sé vel að öryggi starfsmanna og
farþega úti á sjó. Öryggi er stór hluti af okkar starfsemi og því erum við hjá Eldingu mjög spennt fyrir því að taka þátt í þróun Öldunnar til að stuðla að auknu öryggi sjófarenda og öryggi í ferðarþjónustutengdri starfsemi á sjó.
Lestu meira um: Öldu