Eitt af því sem við hjá Eldingu leggjum áherslu á er að styðja góð samfélagsverkefni. Eitt þeirra er Bleikur október, sem er tileinkaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Markmið mánaðarins er að vekja athygli á mikilvægi forvarna, snemmtækrar greiningar og meðferðar við brjóstakrabbameini.
Krabbameinsfélag Íslands, sem var stofnað árið 1951, hefur alla tíð unnið ötullega að rannsóknum, fræðslu og stuðningi við þá sem greinast með krabbamein - ásamt fjölskyldum og aðstandendum þeirra.
Við hjá Eldingu keyptum til styrktar málefninu 30 bleikar húfur og gaf starfsfólki sínu til að nota í október - bæði í vinnunni og annars staðar. Þann 22. október fögnum við svo bleika deginum og hvetjum alla til að mæta í bleiku þann dag!




