Lau, 05/06/2023 - 08:59
Um 100 þátttakendur stóðu að æfingu Landhelgisgæslunnar „Faxi 23“ þar sem æft var fjöldabjörgun farþega úr hvalaskoðunarskipi. Líkt var eftir eldi um borð þar sem viðbragðsaðilar mættu með þyrlu og varðskip til þess að „slökkva eldinn“ og flytja „slasaða“ farþega af skipinu.
Þessi æfing gaf einstakt tækifæri til þess að samræma aðgerðir og samskipti milli farþegabáts og viðbragðsaðila. Þvílík forréttindi að fá að vera hluti af svona stórri björgunaræfingu og frábært tækifæri fyrir áhöfn okkar að öðlast frekari þekkingu á björgun á sjó!