Elding: Fyrirmyndafyrirtæki ársins 2018 Ábyrg ferðaþjónusta

Fim, 12/06/2018 - 14:04

Fyrirmyndafyrirtæki ársins 2018 Ábyrg ferðaþjónusta

- Elding

Undanfarin tvö ár hefur Elding ásamt 300 öðrum fyrirtækjum tekið þátt í hvatningarverkefni um að fyrirtæki tengd ferðaþjónustu sammælist um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu svo Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð og styðji við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar.

Í dag voru verðlaun vegna þessa veitt fyrsta sinn en á verðlaunaskjalinu segir: Elding er öðrum fyrirtækjum í ferðaþjónustu hvatning til stöðugra umbóta þegar kemur að jafnvæi milli umhverfis, efnahags og samfélags.

Með skýrri stefnu, framtíðarsýn og markmiðum ásamt miklum vilja hefur verið unnið að stöðugum umbótum innan fyrirtækisins á þessu sviði til margra ára og þetta því orðinn hluti af menningu og starfsaðferðum Eldingar. Við erum afar stolt af árangrinum og tökum því fagnandi á móti þessum flottu verðlaunum. Það fyllti okkur stolti að sjá Rannveigu Grétarsdóttur taka á móti viðurkenningunni úr höndum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar.

The Model Company of Responsible Tourism 2018.

- Elding 

Over the past two years, Elding, along with 300 other companies, has been involved in a motivation project where tourism-related companies have been focusing on responsible tourism in order for Iceland to become the best destination for tourists for the future and for the support of sustainability in tourism for the future generations of the nation.

Today, the prize was awarded for the first time and on the prize certificate says: "Elding is an incentive for other tourism companies to continuously provide improvements and ballance between environmental, economic and social issues"

With a clear strategy, vision and goals, we have been working on continuous improvements in this field for many years, and now this has become a part of the Elding culture and working methods. We are all be proud of the results and therefore welcome and appreciate this great prize. We were proud to see our Rannveig Grétarsdóttir receive the recognition from the hands of Iceland's President, Guðni Th. Jóhannesson.