Athugið:

Vegna framkvæmda á landgangi í Viðey hefur öllum brottförum verið aflýst. Siglingar hefjast aftur þegar framkvæmdum lýkur!

Warning

RIFF um borð í Eldey

Wed, 09/18/2024 - 17:13
Image
RIFF 2024

RIFF um alla borg sýnir Mínútumyndir um borð í Eldey

Elding mun sýna mínútumyndir í samstarfi við Reykjavík International Film Festival um borð í Eldey frá 23. september til 6. október. Sýningarnar eru hluti af viðburðinum ‘RIFF um alla borg’ og verða á lúppu í hvalaskoðunar- og norðurljósaferðum okkar frá Reykjavík. Myndirnar eru úr safni The One Minutes Organization.

"Speglanir" (e. Mirroring) Í sýningarstjórn Sedu Yıldırım eru hið heillandi fyrirbrigði sem speglanir eru í brennipunkti.

"Uppskeruhátíð forfeðranna" (e. Carnival of the Ancestors) Uppskeruhátíð forfeðranna er úr smiðju Ghetto Biennale frá Haíti og sýnir hvað átthaga­ bönd eru áþreifanleg og sterk á lífsleið okkar.

"Tíu buffalar" (e. Ten Buffalos) Tíu buffalar er myndaröð úr smiðju Nhà Sàn hópsins frá Víetnam, og útskýrir þrepin tíu í átt að uppljómun í Zen hugarheiminum.

The One Minutes stofnunin framleiðir og dreifir mínútumyndum út frá listrænu sjónarmiði og býður upp á alþjóðlegan vettvang til að skapa og tengjast. Ný sería á þeirra vegum kemur út á tveggja mánaða fresti.

Nánar á theoneminutes.org
 

Bókaðu hér:

Preview Image
Preview text

Þetta er upprunalega hvalaskoðunarferðin frá Reykjavík! Komdu með fjölskyldufyrirtækinu Eldingu í frábæra hvalaskoðunarferð frá höfuðborginni og njóttu einstakrar leiðsagnar frá sérþjálfuðum leiðsögumanni!

Duration
3:00 Hours
Season:
Season start date
to
Season end date
Preview Image
Preview text

Leitaðu uppi norðurljósin í þessari ógleymanlegu ferð frá Reykjavík. Við siglum alltaf, svo lengi sem sjólag er gott, þar sem við vitum að norðurljósaspáin getur breyst og lág virkni þýðir ekki endilega engin norðurljós!

Duration
2 klst.
Season:
Season start date
to
Season end date
Image

Eldey (áður þekkt sem M/S Sund Buss Erasmus) var byggð árið 1971 af Lindstölds Skips og Båtbyggeri A/S, Risør (Noregi) ásamt systurskipum hennar: M/S Sund Buss Magdelone og M/S Sund Buss Jeppe.

Read more...