Tendrun friðarsúlunnar AFLÝST

Mon, 10/09/2023 - 11:41
Image
Imagine Peace Tower Illuminated.

Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar í Viðey, mánudaginn 9. október, hefur verið aflýst vegna veðurs. Ljós Friðasúlunnar verður eftir sem áður tendrað klukkan 20.00 á mánudagskvöld, á fæðingardegi eiginmanns hennar John Lennons. Vegna mjög óhagstæðs veðurs til siglinga yfir sundið hefur öllum ferjuferðum verið aflýst. Þó veður geti virst ágætt skal öryggi ávallt haft í fyrirrúmi og því er þessi ákvörðun tekin í samráði við þá sem að viðburðinum koma auk viðbragðsaðila.

Þrátt fyrir að viðburðinum sé aflýst þá er tilvalið að fylgjast með tendruninni á heimasíðu IMAGINE PEACE TOWER klukkan 20.00, spila Imagine, lag Lennons, og hugsa um frið.

Hugsum okkur frið: www.imaginepeacetower.com