Yfirlýsing Eldingar um hvalveiðar árið 2023!

fös, 09/01/2023 - 08:51
Image
whaling boat

Elding lýsir yfir miklum vonbrigðum við þá ákvörðun sem matvælaráðherra tilkynnti í gær um að heimila áframhaldandi hvalveiðum árið 2023!

Hvalir gegna mikilvægu hlutverki við að viðhalda vistfræðilegu jafnvægi jarðar og verndun þeirra er nauðsynleg fyrir heilbrigði hafsins. Þessi ákvörðun ógnar ekki aðeins viðkvæmu jafnvægi vistkerfa sjávar heldur rænir einnig komandi kynslóðum tækifæri til að verða vitni að þessum glæsilegu verum í sínu náttúrulega umhverfi.

Fyrir fimm árum birti Elding yfirlýsingu þar sem veiði á blendingi milli steypireyðar og langreyðar í útrýmingarhættu var fordæmd. Það er því ákaflega sorglegt að hvalveiðar séu áfram leyfðar þegar ómögulegt er að tryggja að þær séu framkvæmdar á mannúðlegan hátt!

Við skorum á alla hagsmunaaðila að sameinast um að standa vörð um þess dýr. Hvalir eru meira virði lifandi en dauðir!

Yfirlýsing Elding frá 2018, þar sem hún fordæmir dráp á blendingi milli steypireyðar og langreyðar í útrýmingarhættu: facebook.com/notes/629972301010860/

Vinsamlega íhugaðu að skrifa undir þessa undirskriftalista til að binda enda á hvalveiðar á Íslandi í eitt skipti fyrir öll: change.org/p/ban-whaling-in-iceland