Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar í Viðey, fimmtudaginn 9. október, hefur verið aflýst vegna mikils sjógangs og ölduhæðar á Faxaflóa. Þrátt fyrir að viðburðinum sé aflýst þá er tilvalið að fylgjast með tendruninni í beinu streymi á heimasíðu IMAGINE PEACE TOWER klukkan 20.00 spila lagið Imagine og hugsa um frið.
Ef veður leyfir hefjum við áætlaðar Friðarsúluferðir til Viðeyjar annað kvöld, föstudaginn 10. október, í tilefni þess að Friðarsúlan hefur verið tendruð enn eitt haustið. Ferðir verða í boði á föstudögum og sunnudögum fram í desember, en einnig á auka dagsetningum í desember, febrúar og mars. Sjá áætlun og verð fyrir nánari upplýsingar.
Róleg og eftirminnileg kvöldstund til heiðurs heimsfriðar. Friðarsúlan er einstakt listaverk eftir Yoko Ono sem lýsir upp himininn frá eyjunni Viðey í Kollafirði. Komdu við í ey og taktu þátt í friðsælli gönguferð undir frábærri leiðsögn.




