Fréttir

  • Image

    Viðgerðum á bryggjunni í Viðey er nú lokið og mun ferjuáætlun hefjast á ný um helgina, en brottfarir eru frá Skarfabakka kl. 13:15, 14:15 og 15:15 að venju. Opið verður í Viðeyjarstofu fyrir veitingasölu.

  • Image
    RIFF 2024
    Elding mun sýna mínútumyndir í samstarfi við Reykjavík International Film Festival um borð í Eldey frá 23. september til 6. október. Sýningarnar eru hluti af viðburðinum ‘RIFF um alla borg’ og verða á lúppu í hvalaskoðunar- og norðurljósaferðum okkar frá Reykjavík.
  • Image

    Vegna viðgerða á bryggjunni í Viðey er öllum ferjusiglingum tímabundið aflýst. Áætlað er að framkvæmdum verði lokið í seinni hluta septembermánaðar. Skoðið bókunardagatalið fyrir næstu brottfarir.

  • Image
    elding team on pink ribbon day 2023

    Október er tileinkaður árvekni um baráttuna gegn krabbameini hjá konum og þann 20. október héldum við upp á bleikan föstudag. Til stuðnings öllum konum sem hafa barist við krabbamein, klæddumst við bleiku og buðum samstarfsfélögum okkar upp á bleik bakkelsi!

  • Image
    Imagine Peace Tower Illuminated.

    Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar í Viðey, mánudaginn 9. október 2023, hefur verið aflýst vegna veðurs. Þrátt fyrir að viðburðinum sé aflýst þá er tilvalið að fylgjast með tendruninni á heimasíðu IMAGINE PEACE TOWER klukkan 20.00, spila Imagine, lag Lennons, og hugsa um frið.

  • Image
    whaling boat

    Elding lýsir yfir miklum vonbrigðum við þá ákvörðun sem matvælaráðherra tilkynnti í gær um að heimila áframhaldandi hvalveiðum árið 2023! Hvalir gegna mikilvægu hlutverki við að viðhalda vistfræðilegu jafnvægi jarðar og verndun þeirra er nauðsynleg fyrir heilbrigði hafsins. 

  • Image

    Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður röskun á þjónustu kaffihússins í Viðeyjarstofu frá ágúst og fram í september 2023. Þetta kann að hafa í för með sér óreglulega opnunartíma sem ekki er hægt að auglýsa fyrirfram. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

  • Image
    elding_og_alda_fara_i_throunarsamstarf_i_oryggismalum_002.jpg

    Elding hefur nú bæst í hópinn sem einn af samstarfsaðilum í þróunarferlinu á hugbúnaðinum Alda, sem er í grunninn öryggisstjórnunarkerfi fyrir sjómenn og útgerðir. Í samstarfinu verður leitast við að sníða öryggisstjórnunarkerfið að hvalaskoðunarbátum og skemmtiferðaskipum.

  • Image
    sar arrives on board

    Eldingarteymið tók á dögunum þátt í umfangsmikilli björgunaræfingu sem var samstarfsverkefni viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu, ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum. Þvílík forréttindi að fá að vera hluti af svona stórri björgunaræfingu og frábært tækifæri fyrir áhöfn okkar að öðlast frekari þekkingu á björgun á sjó!